Breiðholtspósturinn:
—
Til stendur að hafa Breiðholtslaug opna til kl. 22.00 á laugardögum og sunnudögum fram að áramótum og svo á að sjá til hvernig gengur. Ekki hefur gengið vel að fá stafsfólk til að vinna þessa 4 tíma sem þarf til þess að hafa Breiðholtslaug opna svo lengi um helgar og á kosningadaginn sjálfan þurfti að grípa til þess að loka lauginni kl. 18.00 þar sem ekki fékkst fólk til þess að vinna.
Eins og einn starfmaður laugarinnar orðaði það: Það er svo mikið ríkidæmi á Íslandi að fólk þarf ekki að vinna.