Stjórn Strætó bs. samþykkti á stjórnarfundi á föstudaginn breytingar á leiðakerfi Strætó. Um er að ræða þjónustuaukningu og breytingar á leiðakerfi. Áætlað er að breytingarnar taki gildi um áramótin 2017/18.
Helstu breytingar sem um ræðir eru:
Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15, 18. Leiðirnar verða skipulagðar þannig að þær munu aka til 01:00 eða sem næst því.
Þá voru samþykktar breytingar á leiðakerfi Strætó. Um er að ræða þjónustuaukningu og breytingar á leiðakerfi. Áætlað er að breytingarnar taki gildi um áramótin 2017/18.
Næturakstur á völdum leiðum um helgar:
Áætlanir gera ráð fyrir því að leiðir 1, 2, 3, 5, 6 og 11 munu sinna næturakstri aðfaranótt laugar- og sunnudags. Stefnt er að því að þessar leiðir muni enda um klukkan 04:00 á nóttinni út í hverfi og vera á klukkutíma fresti.
Um er að ræða fjölmennar leiðir sem ganga út í öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Í einhverjum tilvikum munu leiðirnar aka eftir sínum hefðbundnu leiðum en í öðrum verða leiðir styttar.
Leið 6 aukin og stytt:
Breyting verður á leið 6, tíðni aukin og leiðin stytt. Leið 6 mun aka á 10 mín. fresti á annatímum og mun hún framvegis enda í Egilshöll.
Ný leið mun aka á milli Spangar og Helgafellslands í Mosfellsbæ á 30 mín. fresti.
Leið 2 mun lengjast, í stað þess að enda ferðir sínar við Versali mun leið 2 aka í Mjódd og leið 28 verður stytt á móti lengingu leiðar 2.
Leið 21 mun keyra lengur fram á kvöld og einnig aka á sunnudögum. Breyting verður á leiðinni og mun hún aka um Smárahvamm, framhjá Smáralind, inn á Reykjanesbraut og endar í Mjódd.
Leið 35 muna aka í báðar áttir frá Hamraborg og verður á 30 mín. fresti. Breyting sem bætir tengingu íbúa Kópavogs við aðrar leiðir í Hamraborg.