—
Spennan magnast um forystusætið hjá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík næsta vor. Þar hafa ýmis nöfn verið nefnd:
Eyþór Arnalds, sem lengi hefur reynt að ná pólitískum frama í flokknum, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarkona Bjarna Ben og eiginkona Loga Bergmann, Borgar Þór Einarsson lögfræðingur og stjúpsonur Geirs Haarde, og svo Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpsstjarna um árabil, þokkadís og sjarmör sem margir sjálfstæðismenn telja að sé best til þess fallin að leiða flokkinn til sigurs í borginni.
Allt opið og óvíst hjá sjálfstæðu fólki í björtu sumarhúsi núsins.