Á sama tíma og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum Katrínar Jakobsdótur með nýja fjórflokknum, var Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrum utanríkisráðherra og nú þingmaður Miðflokksins, í Endurvinnslunni í Knarrarvogi að skila plastflöskum og dósum.
Hann var á hraðferð og gekk hratt og örugglega til verks.
Að því loknu sleit Framsóknarflokkurinn stjórnarmyndunarviðræðunum og af því frétti Gunnar Bragi í útvarpinu þegar hann ók út Knarrarvoginn með stefnuna á Austurvöll eftir að hafa skilað flöskunum og dósunum.