Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

BRYNDÍS Á BAKSÍÐUNNI

$
0
0

Bryndís Schram prýddi baksíðu Morgunlaðsins sumarið 1957 – fegursta kona á Íslandi.

Fréttin sjálf varpar ljósi á þann tíma sem þá var fyrir 58 árum, lipurlega skrifuð frétt þar sem smáatriðin skipta máli:

Fegurðardrottning íslands 1957, ungfrú
Bryndís Schram. Hún er tæpra 19 ára gömul, og lauk prófi
í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík í vor.
Voru úrslitin gerð kunn í Tivoli á miðnætti í nótt.

Það viðraði ekki vel í gærkvöldi
hér í Reykjavík, er
fram fór kjör fegurðardísarinnar,
sem fara skal til Langasands
til þátttöku í „Miss Universé”-
fegurðarsamkeppninni. — Á var
sunnanátt og kalsaveður, en lítilli
stundu áður en stúlkurnar
komu fram í baðfötum, á blómskreyttu
sviðinu, stytti upp.

Stúlkurnar komu fram í mislitum
sundfötum, hvítum, gulum
og bleikum, og kom fyrst fram
nr. 10, síðan númer 6, þá 7, síðan
5 og að lokum númer 2. Báru
stúlkurnar sig vel, höfðu fallegan
limaburð, en göngulag þeirra
virtist fá misjafna dóma hjá
áhorfendum, sem var yfirleitt
ungt fólk. Það var áberandi að
lófatak áhorfenda var mest er
þær gengu fram, ljóshærða stúlkan
númer 10 og dökkhærða stúlkan
númer 6, en þær voru báðar
í hvítum sundbolum.

Margir ljósmyndarar voru og
fuku margar Ijósaperur. Thorolf
Smith fréttamaður var kynnir og
gat hann þess, að á þessu kvöldi
hefði það sannazt sem svo oft
væri haldið fram, að fsland væri
á takmörkum hins byggilega
heims. Átti hann þar við sunnankaldann
og regnið.

Áður en fegurðarsamkeppnin
hófst voru flutt skemmtiatriði og
á eftir söng Guðmundui Jónsson
óperusöngvari.
Á miðnætti voru tilkynnt
úrslit í fegurðarsamkeppninni,
en þau voru, að dómnefndin
og áhorfendur kusu einróma
hina ungu og gullfallegu
stúlku, Bryndísi Schram,
sem „Fegurðardrottningu íslands
1957″.

Var Bryndís
krýnd á pallinum í Tívólí af
Guðlaugu Guðmundsdóttur,
sem var fulltrúi íslands á
„Miss Universe” samkeppninni
í Kaliforníu í fyrra. Bárust
Bryndísi margir blómvend
ir, og áhorfendur hylltu hana
með lófataki.

Bryndís Schram er ekki nema
19 ára gömul, dóttir Aldísar og
Björgvins Schram, Sörlaskjóli 1
hér í bæ. Lauk hún prófi upp í
6. bekk Menntaskólans nú í vor
en jafnframt stundar hún ballett
nám í Ballett-skóla Þjóðleikhússins.

Er blaðamaður Mbl. spurði
Bryndísi í gærkvöldi hvernig
henni myndi líka að verða kosin
fegurðardrottning, svaraði hún,
að sér þætti það ákaflega ótrú-
legt að hún yrði kosin. En færi
samt svo, væri það auðvitað ákaflega
gaman.

— Hvað myndi þér detta fyrst
í hug er þú heyrðir úrslitin?
—- Mér yrði vitanlega fyrst
hugsað til utanferðarinnar.

Bryndís, sem er ákaflega að-
laðandi og elskuleg stúlka hefur
stundað ballettnám í Þjoðleikhúsinu
sl. 4 ár og sagðist hún
hafa hina mestu unun af að dunsa.

— Langar þig til þess að halda
áfram að dansa?
— Já, en samt ekki alltaf. Eg
hef ballettinn sem tómstundariðju
eingöngu.

— Hvað langar þig til að leggja
fyrir þig að stúdentsprófi loknu?
— Það er ótal margt sem mig
langar til að verða, en ég hugsa
að ég leggi fyrst í stað stund á
tungumálanám.
• • •
Fyrstu verðlaun í fegurðarsamkeppninni
sem Bryndís Schram
hefur nú hlotið eru eins og
kunnugt er ferð til Langasands
í Kaliforníu í júlíbyrjun, þar sem
hún tekur þátt í keppni um titilinn
„Miss Uníverse”, auk þess
farareyrir og dýrindis klæðnað-
ur.,Önnur verðlaun eru ferð
til meginlands Evrópu og þriðju
verðlaunin flugfar til Lundúna
og heim aftur.

Úrslitin urðu að öðru leyti þau
að önnur varð Anna Þ. Guðmunds
dóttir (10), þríðja Guðlaug Gunn
arsdóttir (5), fjórða Vigdís
Aðalsteinsdóttir (7) og fimmta
Svanhvít Ásmundsdóttir (2).
Númerin á spjöldunum, sem
stúlkurnar báru í fegurðarsamkeppninni,
eru í svigum aftan við
nöfn þeirra.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053