Hraðfréttir úr réttarsalnum:
—
Erna Einarsdóttir, fyrrum starfsmannastjóri Landspítalans, fékk nokkuð ásættanlegri dóm en bróðir hennar, Sigurður Einarsson, fyrrum forstjóri Kaupþings.
Landspítalinn var dæmdur til að greiða Ernu 27 milljónir króna og laun í nokkur ár vegna starfslokasamnings sem spítalinn þvermóðskaðist að standa við.
Sigurður bróðir Ernu hefði sjálfsagt ekkert haft á móti því að fá slíkan dóm fremur en fimm ára tugthúsvistina sem hann fékk fyrir vafasama fjármálagjörnina hjá Kaupþingi.
Hér sannast sem fyrr að réttlætisgyðjan starfar óháð fjölskyldutengslum.