Fréttaskeyti úr opinbera geiranum:
—
Neytandi hringdi í Neytendastofu í vikunni og lenti á símsvara sem sagði:
“Lokað er í dag fimmtudaginn 5. nóvember vegna starfsdags starfsmanna Neytendastofu.”
Nema hvað þetta var þriðjudaginn 17. nóvember sem viðkomandi hringdi.
Neytandanum þótti þetta undarlegur sofandaháttur hjá opinberri stofnun, að breyta ekki símsvarakveðjunni – sérstaklega þó í ljósi þess að stofnunin var ekki lokuð þennan dag, því þar var svarað þegar neytandinn hringdi aftur.
Neytandinn ákvað að athuga betur í dag, föstudaginn 20. nóvember hvort sami svefndrungi væri enn yfir Neytendastofu. Viti menn, símsvarinn tilkynnti að lokað væri í dag, 5. nóvember.
Neytandinn furðar sig ekki bara á sofandahætti þessarar opinberu stofnunar, heldur veltir hann líka fyrir sér hvers vegna Neytendastofa þurfi starfsdag eins og í leikskólum.