Samvkæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun stendur til að leigja gamla meðferðarheimilið Arnarholt á Kjalarnesi fyrir flóttamenn. Þó ekki svokallaða “kvótaflóttamenn” sem hingað eru á leiðinni á vegum ríkisstjórnar og Rauða krossins.
Arnarholt var í eigu ríkisins og nýtt af geðsviði Landspítalans um árabil en selt fyrir nokkrum misserum og kaupandin var félag í eigu athafnamannsins Sigurðar Ólasonar. Sigurður er bróðir Sævars Karls klæðskera sem lengi rak þekktustu og bestu herrafataverslun landsins í Bankastræti.
Sigurður Ólason á fjölmargar eignir í miðbæ Reykjavíkur í nafni mismunandi félaga og hefur margoft verið fréttaefni vegna athafnsemi sinnar eins og hér má sjá – smellið!