Kristján Elvar Guðmundsson, fjármálastjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, fékk sér Víking bjór á Íslenska barnum í Ingólfsstræti um helgina en Ölgerðin framleiðir sem kunnugt er ekki Víking.
Þegar ljósmyndara bar að garði og sá fréttaefnið stökk fjármálastjórinn á fætur og forðaði sér undan auglýsingunni – frá Víking.