Páskafræðingur sendir fróðleiksskeyti í dymbilviku (sem er vikan fyrir páska):
—
Skírdagur er jafn sjálfsagður í íslensku máli og sumardagurinn fyrsti. Á Norðurlöndunum er líka talað um skírdag (skärtorsdag, skærtorsdag, skjærtorsdag).
Á ensku er hins vegar talað um Maundy Thursday. Annað orð, en merkingin sú sama – hreinsun, þvottur. Skír merkir hreinn, skær, og vísar til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna fyrir síðustu kvöldmáltíðina. Ekki er einhugur um hvernig orðið maundy er til komið.
Þegar Jesú og lærisveinarnir komu á veitingahúsið til að neyta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þá vildu þeir fá borð fyrir 26. Þjóninum fannst það undarlegt og benti á að þeir væru bara 13. Við ætlum bara að sitja öðru megin við borðið sögðu lærisveinarnir. Enda kom það betur út á mynd.
Við höldum upp á föstudaginn langa, sem á ensku er kallaður Good Friday. Svo kemur bara venjulegur laugardagur hjá okkur, en í ensku er talað um Holy Saturday. Víða er meira að segja talað um Holy Wednesday á undan Skírdegi.