Besti gítarleikari þjóðarinnar, og jafnvel Evrópu allrar, Friðrik Karlsonn, þekktur úr Mezzaforte til að byrja með, er fluttur heim frá London þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin ár.
Ásæðan er 13 ára dóttir hans sem vill búa hér heima og ekki síður miklu betri flugsamgöngur sem gera Friðriki kleift að fljúga út með stuttum fyrirvara og starfa sem sessionleikari en á því sviði er hann eftirsóttur.
Nú síðast var hann í verkefni með stórstjörnunni Kate Bush sem verður 57 ára í lok mánaðarins og snýr aftur með stæl:
“Hún syngur enn alveg dásamlega. Það var stórkostlegt að vinna með heinni,” segir Friðrik ánægður með ákvörðunina um að flytja heim.