Ármann Magnússon hrossabóndi á Héraði stendur hér undir Hrafnaklettum í Hrafnavík, sem hann kallar stundum Krummavík, og horfir yfir Lagarfljótið til æskustöðvanna í Vallanesi.
Ármann á líklega jafnbestu hesta á Íslandi og Krummavík er örugglega einn af tíu fegurstu stöðum á jarðarkringlunni – ef ekki í alheimi.