Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

ELLÝ VILHJÁLMS SMYGLAÐI APA TIL LANDSINS

$
0
0

Ellý og Bongó saman við eldhúsgluggann.

Hveragerði er blómstrandi bær og fallegur í góðu veðri. Þó er af sem áður var eftir að Eden brann og Blómaskáli Michelsen hvarf en þar innandyra var eitt mesta aðdráttarafl í ferðamennku Íslendinga því Reykvíkingar voru spenntir fyrir bíltúr yfir Hellisheiði til að skoða apann í búrinu hjá Michelsen.

Það var söngdívan Ellý Vilhjálms sem átti apann sem hét Bongó en Ellý smyglaði honum til landsins í einni af sínum mörgu utanferðum. Síðdegisútvarp Rásar 2 fjallaði um málið fyrir hartnær fimm árum og sagði þar:

Elly þekkja allir fyrir fagran söng. Fáir vita þó að hún átti sér óvæntar hliðar. Ein er sú að hún átti apa sem hún smyglaði til landsins. Hann hét Bongó og saga hans er sérstök en ferill hans eftir það var á huldu. Síðdegisútvarpið lagðist í rannsóknir.

Í nýútkominni ævisögu Ellýja segir frá því að hún átti apa sem bjó hjá henni í Vesturbænum. Apanum sem hún nefndi Bongó, smyglaði hún til landsins og Bongó varð síðan mjög frægur í Blómaskála Mikkelsen í Hveragerði. Hins vegar hvarf hann sporlaust árið 1978. Síðast fréttist af honum það ár á uppboði hjá Tollstjóranum í Reykjavík.

Ellý í góðri sveiflu á árum áður.

Bongó varð frægi apinn í Eden. Reyndar var misskilningur á ferð. Apinn var alla tíð í Blómaskála Mikkelsen. Og þangað flykktust landsmenn til að sjá hann. Aldrei varð opinbert að þetta væri apinn hennar Ellyjar og ólöglegur innflytjandi.

Apinn hennar Ellyjar bjó í Vesturbæ Reykjavíkur með henni í nokkra mánuði. Sú stund rann þó upp að apinn var ekki lengur húsum hæfur. Svo hændur var hann að fósturmóður sinni að þegar nýr maður kom inn í líf Ellyjar þá stökk apinn á hann. Þá fór hann um árabil í fóstur til foreldra Ellýjar, suður með sjó í Merkines. Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, bróðursonur Ellýjar man vel eftir Bongó á sínum yngri árum og minnist hans svona:

Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, bróðursonur Ellýjar rifjaði í Síðdegisútvarpinu upp kynni sín á æskuárunum af Bongó og sagði meðal annars að hann hefði verið mikill skemmtikraftur en lyktað illa. Upp úr 1960 var apinn svo sendur í fóstur til Hveragerðis og varð eins og fyrr segir frægi apinn í blómaskála Mikkelsen. Eftir nokkura ára dvöl þar er lítið vitað um Bongó nema að hann var stoppaður upp og varð hluti af íslenska dýrasafninu sem Kristján S. Jósefsson rak í Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíginn í Reykjavík. Mikil átök urðu um þetta safn. Bongo var innandyra þegar lögregla og tollheimtumenn brutust inn í safnið til að gera dýrin upptæk vegna mikilla skattaskulda Kristjáns – en hann hafði lokað sig inni á safninu og neitað að opna fyrir tollheimtumönnunum. Bongó var meðal fjölmargra muna sem boðnir voru upp árið 1978. Megnið af safninu keypti Byggðasafn Árnesinga. Eftirgrennslan okkar leiddi í ljós að þeir skildu Bongó eftir og velgjörðarmaður Kristjáns Jósefssonar keypti hann. Í blaðafréttum má lesa að nokkrir einstaklingar keyptu það litla sem var eftir af safninu og létu sumir Kristján fá gripina aftur.

Í leit þáttarins að Bongó barst okkar ábending frá hlustanda. Rakel Erna Skarphéðinsdóttir hafði samband og það kom málinu á skrið. Vísbendingin leiddi þáttinn til Laugavatns. Þátturinn ræddi við Pálma Hilmarsson, húsvörð í Menntaskólanum á Laugarvatni. Þar hefur verið í um 30 ár uppstoppaður api sem kom úr dýrasafni Kristján Jósefssonar, hann lítur út eins og Bongó. Pálmi sagði að fáar skýringar aðrar gætu átt við veru apans í skólanum en að þarna sé Bongó hennar Ellýjar niður kominn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053