“Svona fer sykurleysið með mann,” segir sælkerinn, matgæðingurinn og meistarakokkurinn Nanna Rögnvalds sem hætti að borða sykur árið 2011 og er nú gjörbreytt manneskja eins og sjá má á myndum sem hún birtir af sér.
Myndirnar hafa vakið mikla athygli á samskiptamiðlum og sumir neita að trúa eigin augum og spyrja hvort þetta sé bara sykurinn.
“Að minnsta kosti ekkert annað sem ég sneiði alveg hjá. Borða bara heldur minna en áður,” segir Nanna og bætir við að hún haldi áfram að borða ávexti og léttvín telst til ávaxta.