Samkvæmt traustum heimildum ætlar Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins gegn Sigmundi Davíð.
Eygló hefur farið mikinn að undanförnu, steytt hnefa framan í Sjálfstæðisflokkinn og þannig skapað sér sérstöðu sem ætti að nýtast henni í væntanlegu formannsframboði.
Eygló tók stúdentspróf í FB 1992, lauk fil.kand.-prófi í listasögu frá Stokkhólmsháskóla 2000 og hefur verið í framhaldsnámi í viðskiptafræði HÍ síðan 2007. Hún var framkvæmdastjóri Þorsks á þurru landi ehf. 2001–2009. Skrifstofustjóri Hlíðardals ehf. 2003–2004. Viðskiptastjóri Tok hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. 2004–2006. Framkvæmdastjóri Nínukots ehf. 2006–2008. Verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands 2008. Félags- og húsnæðismálaráðherra síðan 23. maí 2013. Skipuð samstarfsráðherra Norðurlanda 16. ágúst 2013.
Ekki náðist í Eyglóu við vinnslu fréttarinnar.