Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

MAGNÚS – EKKI MEIR

$
0
0

Skrýtið hvernig maður eignast vini.

Sumir smella bara saman og þannig var það með okkur Magnús sem borinn var til grafar frá Bústaðakirkju í dag.

Magnús Ólafsson var potturinn og pannan í flestu þegara Pálmi í Hagkaup var að stofna verslunarveldi sitt og þá ekki síst í bókhaldinu því tölur léku í höndunum á Magnúsi eins og boltinn hjá Sigga Sveins í gamla daga.

Svo færðust árin yfir og Magnús fór að venja komur sína á hverfiskránna okkar á Nýlendugötu þar sem ég gat gengið að honum vísum síðdegis þegar þurfti hjálp við að reikna út virðisaukaskatt eða fá skattaleiðbeiningar og sjá leiðir út úr bókhaldsrugli.

“Ekkert mál, Eiríkur minn,” sagði hann. “Þú borgar mér seinna.”

Og ég skulda honum enn.

Magnús bjó á Nýlendugötunni svo gott sem í næsta húsi við hverfiskrána sem við kölluðum alltaf Forréttindabarinn þó hann heiti eitthvað annað sem hljómar næstum eins. Þar fékk Magnús sér alltaf það sama síðdegis til að styrkja andann; lítið bjórglas og staup af Fernet Branca með. Svo var hann búinn að fá sinn eigin rétt í eldhúsinu sem ekki var á matsleðlunum, ristuð hamborgarabrauð með pestó, tómötum og mozzarellaosti.

“Þið ættuð að setja þetta á matseðilinn og kalla Old Magnus,” sagði ég við yfirkokkinn en það var ekki klárað frekar en bókhaldsskuldin mín. Kannski seinna.

Magnús var gæddur þeirri gáfu sem mestu skiptir; hann hafði svo þægilega nærveru að unun var að ræða við hann um heima og geima þó við værum mest í ættfræðinni, heimspeki, enska boltanum og svo gamansögum sem við kunnum báðir ógrynni af.

Svo hló hann og ég líka. Alltaf til skiptis.

Svo gerist það um daginn að Magnús er ekki á sínum stað. Hann var þá allur í næsta húsi.

Hafi hann þökk fyrir kímnina, glettnina og húmorinn sem var ólgandi þegar best lét.

Forréttindi að fá að kynnast slíkum manni sem Magnús var – og við hæfi að það hafi verið á Forréttindabarnum.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053