Stórleikkonan Steinunn Ólína er á fleygiferð ásamt vinkonum sínum með Kvennablaðið sem er að verða einn af þeim stóru á vefnum.
En það er ekki nóg. Stundum finnst henni eins og vísvitandi sé verið að reyna að þagga niður í henni af miðaldra kerfiskörlum sem stjórna dreifingu auglýsinga í landinu:
“Konur þykja verðmætur hópur fyrir auglýsendur en það er eins og það gildi ekki um okkar lesendur, það er eins og þesum miðaldra körlum sem stýra auglýsingabransanum og mörgum fyrirtækjum landsins finnist miðillinn ekki nógu fínn og kannski bara á köflum of óþægilegur, hugsanlega er bara markvisst verið að reyna að þagga niður í okkur,” segir Steinunn Ólína í viðtali við tímaritið MAN sem var að koma út.