Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

BÝR EINN Í EYJU ÚT Í ÞJÓRSÁ

$
0
0

Hákon og paradísin hans.

Ótrúlegt en satt, Hákon Kjalar Hjördísarson býr einn út í eyju í Þjórsá og er þar að koma upp sjálfbærri ferðaþjónustu.

“Ég bý hérna einn með hundinum mínum og vil hvergi annars staðar vera,” segir Hákon en eyjan, Traustsholtshólmi, er neðst í Þjórsá, á móts við Þykkvabæinn, um fimm kílómetra frá sjó.

“Eyjan er búin að vera í eigu fjölskuyldu minnar frá því í síðari heimstyrjöldinni og svo kom hún í minn hlut fyrir skemmstu.”

Íbúðarhúsið í Traustsholtshólmi.

Eyjan í Þjórsá er stór, 23 hektarar og það tekur klukkutíma að ganga hringinn. Þarna var gamalt lögbýli áður fyrr þar sem bjó fjöldi fólks en staðurinn klofnaði frá landi í miklum flóðum um miðja suatjándu öld og úr varð eyjan, Traustsholtshólmi.

Nóg af fiski í Þjórsá.

Hákon er nú að byggja upp starfsemi í eyjunni og stílar upp á ferðamenn enda möguleikarnir stórkostlegir við þessar aðstæður. Sjá nánar hér!

Siglt út í eyju.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053