Lögmanninum Sigurði G. Guðjónssyni er annt um umhverfi sitt og hefur til siðs að tína upp rusl hvar sem hann fer með hund sinn. Þeir félagarnir fóru i miðbæinn í morgun:
“Á göngu okkar frá Prikinu og niður að Kaffi París fylltum við þrjá svarta ruslapoka af rusli næturlífsins. Með leyfi starfsmanna borgarinnar settum við ruslið í einn haug gegnt Landsbankanum í Austurstræti. Ekki geðslegt,” segir hann.