Fregnir af hugsanlegu kvennaframboði á hægri kantinum eru orðnar örar og tíðar og samfélagsrýnirinn Baldur Hermannsson fylgist með:
“Ekki er lát á skemmtiatriðunum því nú ætla grútspældar íhaldskerlingar af stað með nýjan flokk, kvennaflokk hægra megin, og það get ég sagt strax að þann flokk mun ég kjósa.
Þarna verða saman komnar skörulegustu kellingar landsins, annálaðar fyrir framúrskarandi lekamál, náttúrupassa, gallabuxur, upphlaup á Landsfundi og hvers kyns pólitísk gigg. Eitthvað annað en þessi hrútleiðinlegu virkjanamál, efnahags og atvinnumál sem karlaræksnin svitna yfir öllum stundum.
Nú verður fjör.”