“Erlendur vinur minn spurði mig hvers vegna ríkisstjórn Íslands sneri gegn þinginu í þingsalnum,” segir Gunnar Gunnarsson rithöfundur og einn reyndasti fréttamaður landsins og bætir við:
“Annars staðar, til dæmis í franska þinginu, snúa allir sem sitja á þingi í sömu átt. Í breska þinginu situr ríkisstjórnin með meirihluta sínum og horfist í augu við stjórnarandstöðuna. Í sænska þinginu horfa allir, stjórnin og þingmennirnir, í sömu átt. Kann einhver svar við því hvers vegna ríkisstjórn Íslands horfir í þveröfugaátt við þingheim?”