Hótel Borealis á Efri Brú í Grímsnesi er að verða heitasti staðurinn fyrir brúðkaupsveislur eftir að hlöðu á bænum var breytt í samkomusal á svo smekklegan hátt að spurst hefur víða um heim. Erlend brúðhjón stíga þar dansinn ekki síður en innlend.
Þetta er staður ástarinnar með smekkleg herbergi, klassa eldhús og við innganginn er endurbyggt bænahús frá 1708 þar sem brúðjón geta beðist fyrir saman hvort sem er fyrir vígslu eða eftir áður en haldið er úr í ólgusjó lífsins saman.
Þarna er kyrrð. fegurð og góð þjónusta.