Það viðraði vel til myndatöku þennan sólríka dag sumarið 1961 í herskálakampinum við Suðurlandsbraut.
Í myndatexta frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur segir:
—
börnin í kampinum
áttu mörg foreldra og leikföng
Sól og regn léku við þau
og drullupollarnir voru skemmtilegir
börnin í kampinum
sungu og hlupu
hentu steinum
og rifu í hárið
sum kysstu mömmu og pabba góða nótt
og sváfu með bangsa
svör mynduðu þau sér fljótt
við dularfullu atferli daganna
og þau voru fullorðin í framan
strax þá
—
Nína Björk Árnadóttir. Hluti úr ljóðinu Borgaralegar athugasemdir, Börnin í garðinum, 1971.