Kona í Kópavogi skrifar:
—
Thai Style á Smiðjuvegi í Kópavogi býður upp á góðan mat, lítill, snyrtilegur og minnir á diners í NY. Á staðnum er búddahof, og myndir af meðlimum tælensku konungsfjölskyldunnar á veggjum.
Eldhúsið er snyrtilegt. Starfsmenn eru þó ekki mjög sleipir í íslensku.
Staðurinn er í iðnaðahverfi inn á milli bílaverkstæða og í næsta nágrenni við dansstaðinn, Goldfinger.
Verðin eru í lægri kantinum og skammtar vel útilátnir.
Í hádeginu er fíneríis hlaðborð og sitja þar gjarnan vel smurðir bifvélavirkjar og snæða núðlur og hrísgrjón.