Leikfangaverslunin ToysRus rétt missti af því að birta þessa auglýsingu á degi íslenskrar tungu.
Auglýsingin birtist daginn eftir.
Óþarfi er að hafa mörg orð um metnaðarleysið sem kemur fram hjá fyrirtækinu í auglýsingunni.
Kannski má hrósa því fyrir að enskan er þó rétt, en það sama verður ekki sagt um íslenskuna. Þarna hefði átt að standa föstudag til sunnudags, en ekki föstudagur til sunnudags.
Opnunartími er heldur ekki rétt, þarna hefði átt að segja afgreiðslutími. Opnunartími segir eingöngu til um hvenær verslunina opnar.