Útvarpsdrottningin Arnþrúður Karlsdóttir er verulega ósátt við að Póst og fjarskiptastofnun ætli að svipta Útvarpi Sögu tíðnisviðinu102,1 því án þess hættir Saga að Heyrast í Efra-Breiðholti og í bandarískum bílum og verður aðeins á FM 99,4. Munar um minna.
Því ætlar Arnþrúður að freista þess senda málið til áfrýjunarnefndar Póst og fjarskiptastofnunar en þar er formaður Þórður Bogason hæstaréttarlögmaður einn af helstu lögmönnum fjölmiðlakóngsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar en Jón Ásgeir á að sjálfsögðu mikilla hagsmuna að gæta í íslenskum útvarpsheimi sem eigandi fjölmargra stöðva.
Ekki svo að skilja að þetta eigi að skipta nokkru máli en Arnþrúður er áhyggjufull.