Ljóðskáldið Kristian Guttesen getur út tvær bækur samtímis og fagnar útkomu þeirra í Lucky Records, Rauðarárstíg 10, fimmtudaginn 24. nóvember, kl. 17.
Svavar Knútur tekur lagið og höfundur les úr bókunum, sem báðar verða á sérstöku útgáfutilboði.
Það er hér sem minningin bærist
tvíburasálir þurfa ekki ljós
Orðin sem voru brautir
eru bænir þeirra sem lifa
Maður verður að hafa óreiðu í sér
til að geta fætt dansandi stjörnur
Englablóð er níunda ljóðabók höfundar og Hendur morðingjans sú tíunda.
Ljóðin fjalla um samband, sambandsslit, ástmissi og ást. Hér eru á ferðinni bæði prósar sem fást við öngþveiti hins mannlega ástands og angurvær ljóð sem láta engan ósnortinn. Einlæg tjáning höfundar um sjálfan sig og heiminn sem hann lifir í.