Frá feita fréttaritaranum:
—
Þessa dagana býðst viðskiptavinum einnar verslunarkeðjunnar að bæta á sig kílóum á spottprís. Doritos pokinn á aðeins 163 krónur. Rétt rúmlega ein króna per kaloríu (156 slíkar í hverjum 30 gramma poka). 506 kaloríur í hverjum 100 grömmum.
Saltið í snakkinu kveikir upp þorstann og þá er gott að svala honum með hálfum lítra af sykursætum gosdrykk, aðeins 200 kaloríur. Betri kaup í tveggja lítra flösku, 800 kaloríur.