Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

BITUR Á SKJÖN VIÐ SAMFÉLAGIÐ

$
0
0

“Enginn meinar neitt af því enginn þorir því og ef einhver vildi meina eitthvað þá myndi enginn skilja það því allir héldu að hann væri að grínast.”

Frami er nýtt sviðsverk eftir Björn Leó Brynjarsson sem einnig leikstýrir verkinu. Verkið fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímasamfélagi og baráttu hans við sjálfan sig. Frumsýnt verður á Reykjavík Dance Festival og Lókal leiklistarhátíð laugardaginn 29. ágúst kl. 17:00, í Smiðjunni í Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13.

Frami fjallar um ungan listamann sem er á skjön við samfélagið og nærir biturð sína gagnvart farsælasta listamanni Íslands ásamt því að vera heltekinn af eigin líkamsvexti. Við fylgjumst með persónunni elta galsakenndar fantasíur sínar og ranghugmyndir í leit að velgengni þar sem mörkin milli raunveruleika og dagdrauma mást út.

Í verkinu endurspeglast nútímaleg þörf eftir ævintýrum og breytingum í samfélagi sem stundum virðist vera komið í hugmyndafræðilegt öngstræti.

Björn Leó Brynjarsson útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ 2011 og voru þeir Kolbeinn Arnbjörnsson og Pétur Ármannsson samferða í LHÍ. Hópurinn sem stendur að sýningunni kallast TAKATAKA og er samstarfshópur listamanna sem leitast við að veita áhorfendum heildræna upplifun þar sem engrar undankomu er auðið. Hópurinn leitast eftir því að draga áhorfendur með sér í alltumlykjandi sviðsupplifun, þar sem leikur með texta og frásögn blandast tilraunum með klassískan leik, nærveru líkamans og hreyfingu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053