“Heiðursmaður kom í heimsókn í gær, sjálfur hreppstjórinn hinumeginn við landið mitt í Skerjafirði. Hann þáði boð um heitt kaffi, og sagði það líklega það besta sem hann lengi hefði fengi,” segir Oddur F. Helgasons sem rekur landsfræga ættfræðiþjónustu í Skerjafirði og tók þar á móti forseta Íslands og þeir stilltu sér upp við stýri þjóðarskútunnar og héldu báðir fast.
Forsetinn var ánægður með heimsóknina:
“Aðsetur hans í Skerjafirðinum er hreinasta paradís fyrir sögugrúskara. Í dag fagnar Oddur 75 ára afmæli og þykist ég vita að heitt verði á könnunni hjá honum að vanda,” segir forsetinn