Velþekktur hópur fjáraflamanna í íslensku viðskitpalífi vinnur nú að því að Ragnhildur Geirsdóttir verði gerð að nýjum bankastjóra Landsbankans.
Ragnhildur var forstjóri FL Group þegar Hannes Smárason flaug þar hvað hæst sem eigandi og var fyrir bragðið oft nefnd FL Group drottningin í fréttum. Ragnhildur hætti hins vegar snögglega og með ærnum tilkostnaði hjá FL Group eftir kostulega uppákomu sem mörgum er enn í fersku minni – sjá frétt hér.