“Við erum að vinna í okkar málum frá degi til dags eins og gefur að skilja en það hafa ýmsir aðilar haft samband við okkur og vilja kaupa fyrirtækið,” segir Björn Jónsson, helmingseigandi Brúneggja og bróðir Kristins Gylfa Jónsonar sem á hinn helminginn.
“Það er eðlilegt að menn hafi samband og þreifi fyrir sér þegar svona aðstæður skapast,” segir Björn en fyrirtækið rær nú lífróður eftir stóra eggjaskandalinn sem allir þekkja og birgðir hrannast upp.
Að öðru leyti vildi Björn ekki tjá sig, hvorki um hugsanlega kaupendur né heldur verð.