Stefán Eiríksson nýráðinn borgarritari í Reykjavík býr ekki í borginni heldur á Vallarbraut 16 á Seltjarnarnesi.
Og nú tekur pólitíska deildinni við:
—
Stefán Eiríksson, nú óskabarn Samfylkingarinnar, var áður skjólstæðingur Björns Bjarnasonar þegar sá var dómsmálaráðherra en leiðir skildu þegar Hanna Birna tók við í ráðuneytinu og lekamálið lak út um allt og þar með Stefán Eiríksson lögreglustjóri sem fékk samstundis starf sem yfirmaður velferðarmála hjá Reykjavíkurborg.
Á meðan Stefán Eiríksson var óskabarn Sjálfstæðisflokks, á tímum þegar sá flokkur var samheldinn og hverfðist um innvígða og innmúraða, birti Björn Bjarnason þessa mynd af Stefáni og sér og og nánustu samstarfsmönnum í ráðuneytinu, þar á meðal er Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs hins eina og sanna.