Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

BEST VARÐVEITTA LEYNDARMÁLIÐ Á TENERIFE

$
0
0

Daglegt líf í rólegheitunum.

Hún er eins og lítil Barcelona þar sem íbúarnir eru eins og persónur í bíómyndum Almodóvar, tala helst ekki ensku og tvífarar Penélope Cruz á öðru hverju horni löðrandi í lífsgleði og þokka – Santa Cruz, höfuðborg Tenerife, á norðuströndinni, langt frá þeim strandbæjum syðra  sem eru ímynd eyjunnar og einkennistákn.

Aldagamlir skrúðgarðar.

Í Santa Cruz búa Spánverjarnir sem stjórna þessu öllu, þarna er stjórnsýslan og allt kerfið og ferðamenn víðsfjarri enda vantar sandstrendurnar og English breakfast á matseðlana. Glæsileg breiðstræti, sem þeir kalla Römblur líkt og í Barcelona, liggja þvers og kruss í bland við aldagamla skrúðgarða sem toppa á köflum sjálfa Versali.

Í Santa Cruz búa 400 þúsund manns í rólegu andrúmslofti sem þróast hefur og þroskast um aldaskeið, rétt suðvestan við Casablanca í Marokkó sem fræg er fyrir annað. En loftið er það sama.

Byggingar eins og í New Orleans.

Santa Cruz er hrópandi andstæða við sundlaugabakkana og sjávarsandinn á Tenerife þar sem vindsængur eru blásnar upp frá morgni til kvölda allan ársins hring og ís sleiktur í steikjandi sól.

Santa Cruz er kúltúr í heimsklassa þar sem þú heldur veislu fyrir þúsundkall og færð þér kaffi fyrir hundrað.

Það er eins og ferðamenn hafi ekki uppgötvað þessa sérstæðu borg í sólarlandinu nema ef vera skyldu stjórnendur skemmtiferðaskipa sem sigla í höfn og senda farþega sína um skamma stund upp í verslunargöturnar þar sem helstu merkjavörur tískurisana hafa komið sér fyrir með varning á verði sem er þriðjungur á við það sem Íslendingar eiga að venjast. Og svo hverfa þeir með troðna poka.

Svo mikil sæla liggur í loftinu í Santa Cruz að betlararnir á götunum spila “Ef ég væri ríkur…” úr Fiðlaranum á þakinu á blokkflautur með bros á vör í góða veðrinu og virðast una hag sínum vel.

Er ættarnafnið tilviljun.

Santa Cruz er best varðveitta leyndarmálið í sumarleyfisparadís Íslendinga á Tenerife, sólrík og seiðandi í  sjarma suðursins.

Skyldi Penélope Cruz vera frá Santa Cruz?

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053