Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

BALLIÐ ER BÚIÐ

$
0
0

Pólitíska deildin sendir skeyti:

Orðrómur er að fæðing nýrrar Engeyjarstjórnar með þátttöku Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar sé ekki alveg í samræmi við veruleikann.

Vandaræðagangurinn í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarna tvo mánuði er samur við sig.

Bjarni Benediktsson sem virðist hafa öll ráð á hendi þykir ákvarðanatökufælinn og í sjónvarpsfréttum skín ekki ástríða úr andlitinu þegar hann ræðir núverandi áform.

Óttar Proppé hinn vinalegi bjartsýnismaður er sagður leggja lítið af mörkum í viðræðum á meðan Benedikt frændi Jóhannesson er sagður ryðjast áfram í þeirri von að fjallið taki jóðsótt og fæði fíl.

Á sama tíma reyna Sigurður Ingi Jóhannsson starfandi forsætisráðherra og formaður Framsóknar og varaformaðurinn Lilja D. Alfreðsdóttir starfandi utanríkisráðherra  að viðhalda núverandi stjórnarsamstarfi en fríska upp á ímyndina með því að fá VG til liðs við sig.

Ballið er búið og liðið eins og skjálfandi kuldaskræfur við Bæjarins bestu eftir að börum hefur verið lokað að reyna að gera eitthvað úr kvöldinu.

Áhugi almennings fyrir útkomunni er ekki sagður mikill. Fólk er orðið þreytt á bröltinu og bindur ekki miklar vonir við útkomuna eða almennt við hina kjörnu fulltrúa.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053