Facebook tilkynnti um trúlofun dægurstjörnunnar Mörtu Maríu og Páls Winkel fangelsismálastjóra í gær og hafði Marta María ekki undan að taka við hamingjuóskum og kinnakossum í sínu daglega morgunkaffi í Kaffifélaginu á Skólavörðustíg.
En ekki er allt sem sýnist á Facebook því Marta María og Páll Winkel trúlofuðu sig í apríl – fyrir sjö mánuðum. Marta María var að uppfæra Facebook hjá sér og þá varð hún allt í einu nýtrúlofuð.