
Á myndinni með Guðna eru þær Hulda Hjálmarsdóttir formaður Krafts og Kristín Þórsdóttir, stjórnarmaður.
Fulltrúar frá Krafti fóru á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og afhentu honum perluarmbönd,sem félagið selur í fjáröflunarskyni, fyrir alla fjölskyldu hans. Guðni er á leið á HM í handbolta í Frakklandi og sagðist ætla að bera armbandið á sér þar.
Mikil salan hefur verið í perluarmböndunum síðan átak Krafts „Lífið er núna – það þarf Kraft til að takast a við krabbamein“ byrjaði. Nú eru armböndin nánast á þrotum og því hvetur Kraftur alla sem lagt geta félaginu lið til þess að mæta á Kexið á laugardaginn, einhvern tímann frá 12.00 – 17.00 og perla armbönd.