Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, kallaður Lobbi, hefur kennt sinn síðasta tíma á Bifröst og kastar eftirfarandi kveðju á vini og vandamenn undir yfirskriftinni Síðasti tíminn:
“Þá hef ég lokið minni starfsævi. Með þessum yndislegu nemendum. Þar með hef ég goldið Jónasi Jónssyni frá Hriflu skuld mína, en hann sendi mig í MA á sínum tíma. Óska öllum nemendum fyrr og síðar velfarnaðar sem og Bifröst.”
Lobbi er ekki síst þekktur fyrir framgöngu sína í fjölmiðlum, og þá sérstaklega útvarpi, þar sem frásagnargleði hans naut sín, þekking og ekki síst skilningur hans á mannlegu lífi.