Einn af eldri körlunum í bátaklúbbnum Snarfara hefur einnig verið mikill bílaáhugamaður alla tíð og um daginn var hann kominn á tveggja ára gamlan Range Rover hinn ánægðasti og vakti aðdáun félaganna.
Skömmu síðar var hann hins vegar aftur kominn á gamla bílinn sinn og sást ekki lengur á Range Rover.
Ástæðan var einföld:
Ljós voru farin að blikka inn í bílnum í tíma og ótíma til að tilkynna ástandið og þegar okkar maður reyndi að slökkva á þeim tókst ekki betur til en svo að hann læstist inn í bílnum og komst ekki út. Þurfti hann að aka á bílaverkstæði, flauta fyrir utan og hringja svo inn til að fá bifvélavirkjana út að hjálpa sér sem tókst með sérútbúnum lykli.
“Ég hef góðan smekk á bílum en ég vil hafa þá einfaldari en þetta,” sagði hann.