Óttarr Proppé, nýr heilbrigðisráðherra, byrjar heldur slakt með yfirlýsingum um að taka þurfi á steranotkun. Álíka gripmikið og þegar stofnendur Bjartrar framtíðar vildu breyta klukkunni sem þeir töldu ekki sýna réttan tíma.
Kannski vantar Óttarr Proppé ráðgjafa? En hér er ókeypis ráð:
Boðaðu fjölmiðla niður á Landspítalalóð í fyrramálið og mættu sem Dr. Spock með dínamit sem þú rekur ofan í jörðina og tendrar um leið og þú hrópa til himins:
“Nú byggjum við nýjan spítala sama hvað það kostar!”
Það er vænlegra til árangurs í pólitík.