Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

LÆKNI BJARGAÐ Í LAUGINNI

$
0
0

Geir barnalæknir og Ásvallalaugin.

Aron Örn Stefánsson og Bergsveinn Kristjánsson, starfsmenn Ásvallalaugar í Hafnarfirði, ásamt Stefáni Reynissyni laugargesti, brugðust hratt og örugglega við þegar upp kom neyðartilfelli um miðjan mánuðinn.

Geir Friðgeirsson barnalæknir missir meðvitund og lendir í hjartastoppi á hlaupabretti í Reebok Fitness og var það fyrir snör viðbrögð, kunnáttu og tæki á staðnum að Geir er nú, aðeins tveimur vikum síðar, kominn á ról á nýjan leik og þau hjónin, Geir og Kolbrún Þormóðsdóttir, afar þakklát björginni.

Þau hittu á dögunum bjargvætti Geirs og vildu með heimsókn sinni í Ásvallalaug lýsa yfir innilegu þakklæti og hrósa starfsmönnum fyrir þekkingu þeirra og viðbrögð og þeim tækjum sem á staðnum eru.

Mikilvægt er að sem flestir kunni skyndihjálp, hafi kjark til að bregðast við og stökkva inn í aðstæður sem þessar og að viðeigandi tæki séu tiltæk. Hárrétt viðbrögð eru sögð hafa bjargað lífi Geirs. Vel gert!

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053