Luthario Chris Culleton er enginn smákall þegar kemur að konum. Staðhæfir í viðtölum við enska fjölmiðla að hann hafi sofið hjá minnst tvö þúsund konum en það er helmingi meira en Playboykóngurinn Hugh Hefner hefur stært sig af í svipuðum viðtölum.
Culleton er nú 79 ára og hefur reiknað út að líklega hafi hann að meðaltali sofið hjá 33 konum á ári miðað við að hann hafi byrjað 16 ára.
“Nú er ég hættur og og hef snúið með að stangveiði. Konur eru bara vandamál,” segir hann en kvenhyllina þakkar hann starfi sínu sem umboðsmaður hljómsveita svo áratugum skiptir.
“Konur eru veikar fyrir hljómsveitarmeðlimum og þá fá umboðsmennirnir stundum að fljóta með.”