Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður lætur lítið fyrir sér fara opinberlega, ólíkt því sem áður var. Það sama gildir um tilveru hans á Facebook. Þar eru samþykktir vinir hans aðeins 41 talsins – og þar hefur hann klárlega aðeins samþykkt fólk sem hann þekkir vel og treystir.
Jón Ásgeir er ekki duglegur að pósta á Facebook. Reyndar póstar hann engu. Sjálfsagt notar hann aðganginn miklu frekar til að fylgjast með og senda skilaboð. Hann heitir ekki Jón Ásgeir á Facebook en með smá útsjónarsemi er hægt að sjá hver maðurinn er – ekki síst af vinahópnum og prófílmyndinni.
Nýjustu hreyfingarnar tengjast hamingjuóskum á afmælisdaginn 28. janúar.
Áhugavert er að sjá að í upptalningu á því hvar Jón Ásgeir hefur stundað nám tilgreinir hann annars vegar Versló og hins vegar Bónus.
Það er ekki að sjá af þessari hógværu Facebook síðu að hér fari athafnamaðurinn sem náði því á hátindi umsvifa sinna að vera í forsvari fyrir skuldum upp á 1.000 milljarða króna (á verðlagi 2008).