Eldheitur pistlahöfundur og umdeildur, Heiða Þórðar, lét hvíta í sér tennurnar og leið fyrir það vítiskvalir.
“Má bjóða ykkur sársauka?” spyr hún og útlistar svo nánar:
“Ég hef eignast tvö börn, bíll hefur keyrt yfir mig með þeim afleiðingum að ég fótbrotnaði, feitasti vinur minn í denn datt á mig, fótbrotnaði aftur. Hef axlabrotnað, brákað bakið, fengið gat á hausinn plús nokkra heilahristinga, slitið liðband og farið úr lið. Að auki fengið nokkra hressilega á kjaftinn svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta er hluti úr köku (písoffkeik) miðað við þær vítiskvalir sem ég hef þurfti að þola þegar ég lét hvítta í mér tennurnar.”