![gulli þór]()
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sleit krossband í fæti á skíðum í Kitzbuhel í Austurríki í síðustu viku og er fastur úti því fólk með slíka áverka má ekki fljúga vegna hugsanlegrar bólgumyndunar í háloftunum.
Ekki náðist í Guðlaug Þór við vinnslu fréttarinnar.