Steini pípari sendir myndskeyti:
—
Nú geta sumarbústaða og húsbílaeigendur á Reykjavíkursvæðinu, margir hverjir sem skiptu um skoðun á síðustu stundu og kusu Sjálfstæðisflokkinn, glaðst allverulega. Í aðdraganda kosninganna lofaði Sjálfstæðisflokkurinn að lækka skatta og varaði við ofsköttun vinstriflokkanna.
Nú boðar vegamálaráðherra vegagjald á alla sem búa á stór Reykjavíkursvæðinu og ætla í sumarbústaðaferð eða upp í Borgarfjörð á húsbílnum.
Þetta er að mínu mati gríðaleg mismunun á búsetu í landinu. Þessi gjaldtaka leggst einna þyngst á borgara sem ætluða að njóta útiverunnar í sveitum í nágrenni Reykjavíkur.