Quantcast
Channel: Eiríkur Jónsson » Langar fréttir
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053

SÚLNASALURINN RIFINN

$
0
0

“Þjónninn á Mímisbarnum sagði mér í gær að verið væri að rífa Súlnasalinn,” segir Sigfús Arnþórson sem leit við á Hótel Sögu til að fá sér hressingu eins og svo margir hafa gert svo áratugum skiptir.

Búið er að rífa stigann sem liggur upp í Súlnasalinn þar sem margar kynslóðir hafa dansað og sungið um helgar. Þarna hafa verið haldnar ógelymanlegar konungsveislur og tónlistin á sviðinu alltaf fyrsta flokks.

Sigfúsi var að vonum brugðið við þessar fréttir og heldur áfram:

“Súlnasalur Hótels Sögu er merkilegt fyrirbæri. Flott hvernig hann skagar út úr þessum kassa, sem byggingin annars er. Í honum spiluðu allir mestu músíkantar þjóðarinnar. Þar endaði Svavar Gests sinn trommaraferil og þar trónaði konungur íslenskra “croonera”: Raggi Bjarna. Þetta var elegant staður. Flottur hringstiginn upp. Eins og úr Hollywood mynd. Nú er stiginn farinn og salurinn lokaður. Ég spurði ekki út í smáatriði – eins og hvort brjóta ætti þetta nef út úr byggingunni, allt niður. Eða hvað. En – í öllu falli – það er verið að drepa Súlnasalinn endanlega. Hótelið er einkafyrirtæki, svo það er auðvitað þeirra mál – en samt finnst mér stundum vanta virðingu hérlendis, fyrir svona “fornminjum” sem eru ekki orðnar nógu gamlar til að heyra undir fornminjavernd. Eins og þegar þeir eyðilögðu gamla Ráðhústorgið á Akureyri. Ég mun sakna Súlnasalarins. Hann var sérstakt menningarsögulegt fyrirbæri. Ég er viss um að Þuríður Sigurðardóttir tekur undir með mér.”


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2053