—
Morgunblaðið er eini fjölmiðillinn á Íslandi sem ber blak af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í Staksteinum og leiðurum hefur hvað eftir annað verið hneykslast á andúð fólks á aðgerðum Trumps og reynt að réttlæta þær.
Ást og aðdáun Davíðs Oddssonar ritstjóra á Trump kristallast í Morgunblaðinu í dag í heilsíðu grein sem brandarakallinn Sverrir Stormsker skrifa til varnar Bandaríkjaforseta – þó hann eyði reyndar mestu púðrinu á þá sem ekki dýrka Trump.
Grein Sverris er stórskemmtileg, eins og hans er von og vísa. Hún er hins vegar meira en tvöfalt lengri en Morgunblaðið leyfir höfundum að skrifa. Pétur og Páll mega skila greinum til Moggans sem eru að hámarki 5.000 slög, en grein Sverris er 13.000 slög.
Til að fá birta svona langa grein í Mogganum þarf sérstaka velþóknun ritstjórans á höfundinum og efninu. Yfirleitt eru það bara Jón Steinar Gunnlaugsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason sem njóta þeirrar náðar.
En burtséð frá aðdáun þeirra Sverris og Davíðs á Donald Trump, þá má að mörgu leyti skilja hvers vegna ritstjórinn heldur svona mikið upp á Stormsker. Hann getur verið drepfyndinn, samanber þessar setningar um forsetann úr lofgreininni miklu: