Kristján Þorvaldsson, fyrsti ritstjóri Séð og Heyrt, maðurinn sem skóp blaðið með Bjarna Brynjólfssyni, nú upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, stendur á gati gagnvart samtíma sem hann á bágt með að skilja:
“Ég er svo vitlaus. Algjör karlljóska, að ég skil bara ekkert í´ðí sko að allir verkfræðingarnir sem skópu öll ónýtu húsin eru að afskrifa þau sem myglusveppuð. Svo er annað, sem ég skil ekki. Sko. Að svo eru þeir að kvitta fyrir önnur hús. Skiluru? Þetta er svona eins og með fjármálaverkfræðingana sem reiknuðu okkur inn í Hrunið. Nú eru þeir. Sko. Að reikna okkur út úr hruninu. Skiluru? Ekki ég.”