Skipuleggjendur nýs brugghús í eigu KEX Hostel og kandadískra aðila hlupu á sig þegar þeir tilkynntu að Eliza Reid forsetafrú Íslands myndi opna fyrstu bjórdósina sem þeir eru að setja á markað með kanadíska sendiherrann sér við hlið.
Forsetafrúin hafði ekkert heyrt af þessu, hafði einungis gefið vilyrði sitt fyrir að vera á staðnum og ræða þar við gesti um tengsl Kanada og Íslands enda kanadísk sjálf.
Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði að þetta hefði komið flatt upp á forsetafrúna og í opna skjöldu.
Nú hafa bjórbruggararnir í KEX dregið í land með yfirlýsingu:
—
Eliza Reid er forsetafrú Íslands eins og alþjóð veit
og verður hún á svæðinu til að tala um tengsl Íslands og Kanada.
Hún mun ekki opna bjór eins og áður hefur komið fram.